Réttvísi ehf. Strandgata 19a, 735 Fjarðabyggð 476-1616 fax 476-1661 rettvisi@rettvisi.is
Melgerði 13, íb. 0102
Verð : 11.500.000
Stærð : 57,2
Herbergi : 2
Svefnherbergi : 1
Byggingarár : 2005

Réttvísi ehf. kynnir:

Góð 57,2 fm íbúð á 1. hæð í sex hæða lyftuhúsnæði fyrir eldriborgara við Melgerði 13 á Reyðarfirði. Í húsinu er félagsaðstaða eldriborgara í eigu sveitafélagsins. Húsið er sex hæðir næstneðsta hæðin er götuhæð frá norðri og þar er félagsaðstaðan.

Nánari lýsing:

Komið er inn í parketlagt hol með fataskáp. Svefnherbergi er parketlagt með fataskáp. Baðherbergi er flísalagt með hvítri innréttingu og sturtuklefa. Tengi fyrir þvottavél er á baðinu. Geymsla er  parketlögð. Eldhús og stofa eru í einu rými, parket á gólfi. Eldhúsið er með fallegri innréttingu. Úr stofu er hurð út á verönd.

Íbúðinni fylgir talsverð sameign, m.a. hlutdeild í tveimur íbúðarherbergjum sem ætlaðar eru gestum. Á 1. hæðinni eru geymslur og sameign hússins.

Varðandi  ástandslýsingu og fleira er vísað í ástandsskýrslu dags. 30.09.2013 unna af Mikael Jóhanni Traustasyni, byggingatæknifræðingi og er hún hluti af sölulýsingu eignarinnar og skulu væntanlegir kaupendur kynna sér hana ítarlega.