Réttvísi ehf. Strandgata 19a, 735 Fjarðabyggð 476-1616 fax 476-1661 rettvisi@rettvisi.is
Strandgata 1B
Verð : 23.000.000
Stærð : 255,9
Herbergi : 9
Svefnherbergi : 7
Byggingarár : 1975

Hér er um að ræða 8 herb., 255,9 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr við Strandgötu á Eskifirði.

Íbúð er skráð 229,1 fm og bílskúr 26,8, eða alls 255,9 fm.  

Lýsing eignar:  Anddyri með skáp.  Hol.  Eldhús með upphaflegri innréttingu, borðkrókur.  Björt stofa.  Fimm herbergi, skápar í tveimur þeirra.  Baðherbergi, flísalagt, baðkar með sturtu, innrétting. Á neðri hæð er gluggalaust tómstundaherbergi, gestasnyrting, þvottahús með sturtu.  Útgengt er úr þvottahúsi í austur.  Þá er innangengt í íbúðarrými á neðri hæðinni.  Íbúðarrýmið skiptist í opið eldhús með einfaldri innréttingu, stofu og tvö herbergi, sérinngangur.

Gólfefni eru þokkaleg:  plastparket, flísar og filteppi. Bílskúr er snyrtilegur.

Húsið þarfnast lagfæringa að utan, laga þarf múr á suður og austurhlið hússins.  Talsverðar steypuskemmdir eru í útitröppum framan við húsið. 

Hurðir á eldhúsinnréttingu eru lausar.  Skemmdir í baðkeri.  Vantar lok á vatnskassa á salerni á efri hæð.  Bilaður vatnskassi á salerni á neðri hæð.  Sprunga í innvegg í hjónaherbergi.  Víða talsverðar rakaskemmdir (útfellingar) í veggjum bæði innveggjum og útveggjum.  Móða í nokkrum rúðum og ein rúða sprungin.  Skemmd í innihurðum. ÍLS mælir með fagmanni að skoða húsið. Ástand heimilistækja er óvitað.