Réttvísi ehf. Strandgata 19a, 735 Fjarðabyggð 476-1616 fax 476-1661 rettvisi@rettvisi.is
Miðatræti 20 ( 216-9357 )
Verð : 8.500.000
Stærð : 100,0
Herbergi : 4
Svefnherbergi : 3
Byggingarár : 1931

4 herb., 100 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt geymsluskúr á lóð við Miðstræti á Neskaupsstað.

Húsið er skráð 100 fm en stærð geymslu er óskráð.

Lýsing eignar: Anddyri, þaðan er gengið um timburstiga á efri hæð,þar sem er stofa og tvö herbergi, skápur í öðru þeirra. Neðri hæð skiptist í eldhús með gamalli innréttingu. Herbergi. Lítið baðherbergi, talvert endurnýjað, flísar á gólfi og við sturtuklefa, innrétting, tengt fyrir þvottavél.

Gólfefni eru flísar, plastparket og dúkur á neðri hæð. Slípuð viðargólf á efri hæð.

Geymslan er steinsteypt, bárujárn á þaki, stendur sér á lóð ofan við húsið. Þar þarf að laga múr, mála veggi og þakjárn. Lóðin er í órækt.

Húsið er steypt, lítur þokkalega út, en laga þarf múrskemmdir að utan og mála fljótlega. Plata fyrir glugga á austurhlið (hjónaherbergi).

Rakaskemmdir á nokkrum stöðum í eign, einkum við útvegg og í lofti í herbergi á neðri hæð, en einnig við millivegg við sturtuklefa og útvegg í baðherbergi. Rakaskemmd í loftaplötum fyrir ofan vask á baðherbergi. Síleki úr krana við vask á baði. Ekki full lofthæð á neðri hæð. Baðherbergi er inn af geymslurými á neðri hæð. Hitatúba slær út, búið er að loka fyrir ofnakerfi í húsinu. Húsið hefur verið kynt með rafmagnsofnum. Athuga þarf ofnakerfi sérstaklega.

ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.