Réttvísi ehf. Strandgata 19a, 735 Fjarðabyggð 476-1616 fax 476-1661 rettvisi@rettvisi.is
Strandgata 44
Verð : 9.500.000
Stærð : 187,8
Herbergi :
Svefnherbergi :
Byggingarár : 1959

Um er að ræða einlyft hús byggt árið 1959.  Hefur verið nýtt sem verslun og veitingahús. 

Húsið er alls 187,8 ferm. og skiptist þannig:  Húsið er á einni hæð og í rauninni byggt í þremur hlutum, stór salur, lítið bíslag bakatil og eldhúsrými.  Notkun í dag er þannig að stóra salnum er skipt í fleiri rými með léttum veggjum.  Skiptist húsið þannig; minni verslunarsalur og inn af honum þokkalegt herbergi og þar inn af bíslag með útgangi og vaski.  Síðan er stærri verslunar-/veitingasalur, inn af honum tvö salerni fyrir viðskiptavini og á öðrum stað rúmgóð viðbygging sem var byggt sem eldhús en er nú án allra slíkra innréttinga, skrifstofa, kyndikompa, salerni fyrir starfsfólk og bakanddyri fyrir starfsmenn.  Auðvelt að breyta nýtingu hússins. Staðsetning hússins í miðbæ Eskifjarðar hentar ágætlega fyrir e.k. þjónustustarfsemi.

Húsið stendur á 200 ferm. eignarlóð.