Réttvísi ehf. Strandgata 19a, 735 Fjarðabyggð 476-1616 fax 476-1661 rettvisi@rettvisi.is
Mógerði 2 ( 230-1308 )
Verð : Tilboð
Stærð : 167,8
Herbergi : 5
Svefnherbergi : 3
Byggingarár : 2007

Glæsilegt einbýlishús 167,8 ferm. ( þar af 34,1 ferm. bílskúr) byggt árið 2007.  Húsið er kanadískt timbureiningahús, klætt utan með Canexel-gifsi.  Húsið skiptist þannig; forstofa, hol, stofa, eldhús, sjónvarpsherbergi, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, bílskúr og geymsla.  70 ferm. verönd við húsið og malbikað bílastæði. Húsið stendur á 750,0 ferm. leigulóð í eigu sveitarfélagsins. 

Eignin er fullbúin að utan að öllu leyti.  Sólpallur út frá stofu.  Einnig er húsið fullbúið að innan, veglegar innréttingar og vandaður frágangur.  Eikar-innrétting í eldhúsi, stórir fataskápar í stíl og skápar á baði og í þvottahúsi.  Baðherbergið flísalagt í hólf og gólf, rúmgott m. keri og sturtuklefa.