Réttvísi ehf. Strandgata 19a, 735 Fjarðabyggð 476-1616 fax 476-1661 rettvisi@rettvisi.is
27.03.2017

Faxnúmerinu lokað

Réttvísi hefur í dag lokað faxnúmerinu sínu og treystir á að þurfa ekki að nota þá tækni framar.  Tækið er sjálft í ágætu ástandi og fúslega falt á hóflegu verði.  

Faxtækninni kynntist skrifari fyrst þegar hann vann á sýsluskrifstofunni, líklega á árinu 1989.  Þá hét þetta póstfax og það þurfti að hlaupa yfir á pósthús til að senda fax og borga fyrir það þó nokkuð hátt gjald.  Tækin sjálf voru líka dýr, einn viðskiptamaður okkar rifjaði upp um daginn að fyrsta faxtækð hans hefði kostað 150.000 kr.

Á blómatíma faxtækjanna voru þau í hverju fyrirtæki og brúkuð oft á dag.  Samkvæmt sendingarskýrslu sem tækið ældi út úr sér þegar slökkt var þá var það notað 18 sinnum á síðasta ári og aldrei það sem af er þessu ári.