Réttvísi ehf. Strandgata 19a, 735 Fjarðabyggð 476-1616 fax 476-1661 rettvisi@rettvisi.is
18.11.2017

Vitlausasta auglýsingin?

Í Mogganum í dag birtist fasteignaauglýsing sem líklega er sú vitlausasta sem maður hefur séð.  Þar er að finna allt í senn; stafsetningarvillur, málfarsvillur og staðreyndavillur.  Auðvitað á maður ekkert með að vera að tuða út af þessu, en stundum er erfitt að hemja sig.

 

Hér er mynd af auglýsingunni sem er á bls. 35 í Mogganum í dag.  (Hægt er að smella á hana til að stækka hana).

Stafsetningar og málfarsvillur sem sjáanlegar eru í fljótheitum:  „Seyðisfjörður“ er skrifað með einföldu, „Austfjörðum“ með litlum staf.  Talað er um „sérstækar ástæður“ hvað sem það nú þýðir.  „..parhúsum, byggð árið...“, í stað „byggðum“.     „...viðskiptavild fylgja með..“ í stað „fylgir“.  „umsögn og einkunn[...] er ...“ í stað „eru“.  „...bókun fram til ársins 2020...“ þegar líklega er átt við „bókanir“.

Staðreyndavilla:  Húsin eru sögð steinsteypt en á myndunum virðast þau vera úr timbri og þegar þeim er flett upp í fasteignaskrá þá kemur þar líka fram að séu úr timbri. 

 

En það er rétt að þetta eru flott hús, og vonandi gengur vel að selja þau.