Réttvísi ehf. Strandgata 19a, 735 Fjarðabyggð 476-1616 fax 476-1661 rettvisi@rettvisi.is
12.03.2019

Landsréttarmáli frestað

Í morgun barst okkur tölvupóstur frá Landsrétti þar sem tilkynnt var að máli sem lögmaður hjá Réttvísi átti að flytja í Landsrétti á morgun verði frestað um óákveðinn tíma.  Þessu fylgdi engin skýring.

Síðan er mikið fjallað um það í fjölmiðlum í dag að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi komist að því að skipun dómara við Landsrétt hafi verið ólögmæt.  Málið á morgun átti einmitt að vera flutt frammi fyrir einum af þeim fjórum dómurum sem Alþingi ákvað að skipa þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið á lista hæfnisnefndarinnar.

Spennandi verður að fylgjast með framhaldinu á þessu og ýmiss sjónarmið eru uppi um hvað gera skuli og hvernig beri að líta á þetta.  Hvað t.d. með rétt umbjóðanda til að fá úrlausn um málið sitt sem hefur velkst lengi í kerfinu, umbjóðanda sem e.t.v. ber fullt traust til viðkomandi dómara Landsréttar, til þess að þeir hafi kunnáttu og óhlutdrægni til að dæma í málinu?