Réttvísi ehf. Strandgata 19a, 735 Fjarðabyggð 476-1616 fax 476-1661 rettvisi@rettvisi.is

Gísli M. Auðbergsson

lögmaður og lögg. fasteignasali

Gísli M. Auðbergsson    
Gísli er Austfirðingur, alinn upp á Eskifirði og býr þar. Hann er kvæntur Guðnýju Þ. Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn. Gísli varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og útskrifaðist frá Lagadeild Háskóla Íslands í júní 1992. Gísli er héraðsdómslögmaður en fékk á árinu 1997 réttindi til að flytja eigin mál fyrir Hæstarétti Íslands.
Frá árinu 1996 hefur Gísli haft réttindi sem löggildur fasteigna- og skipasali. Sama ár tók hann próf til löggildingar í gerð eignaskiptasamninga og fékk leyfisbréf þess efnis. Auk þessa hefur Gísli sótt fjölda endurmenntunarnámskeiða á sviði lögfræði, m.a. málflutningur, réttargæslustörf, EES-samningurinn, réttarsálfræði, bætur fyrir líkamstjón o.fl.. Á námsárum sínum starfaði Gísli hjá sýslumanninum á Eskifirði. Frá 1992 hefur hann starfað við lögmennsku og frá 1995 rekið eigin lögmannsstofu.

Meðal annarra tengdra starfa sem Gísli hefur sinnt má nefna að hann er formaður Yfirkjörstjórnar Fjarðabyggðar, hefur setið í landskiptanefndum, úrskurðarnefndum vegna kosningakæra og gerðardómi.  Þá heur Gísli kennt lögfræðiáfanga við Verkmenntaskóla Austurlands og við Menntaskólann á Egilsstöðum.

Ritstörf: Kandidatsritgerð 1992 um útburðar-og innsetningargerðir og aðrar þvingunaraðgerðir, greinin „Kærumál vegna sveitarstjórnarkosninga“ í Sveitarstjórnarmálum 4. tbl. 1994, auk blaðagreina um framkvæmd kosninga. Einnig hefur Gísli tekið saman kennsluheftið „Rekstrarumhverfi iðnmeistara“.